fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Varaborgarfulltrúi segir sig frá pólitíkinni vegna ásakana um kynferðisofbeldi

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. janúar 2022 15:27

Daníel Örn Arnarsson - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja sig frá stjórnmálaþáttöku og frá félagslegum störfum en Daníel var í framboði til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar.

Ástæðan fyrir þessum afsögnum Daníels eru ásakanir um kynferðisofbeldi en hann greinir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Vegna framkominna ásakanna um kynferðisofbeldi hef ég ákveðið að segja mig frá stjórnmálaþáttöku og frá félagslegum störfum,“ segir hann.

„Af virðingu við starf og baráttu Sósíalistaflokksins ætla ég að draga mig út úr borgarstjórn þar sem ég hef setið sem varaborgarfulltrúi og af virðingu við baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og aðstæðum hef ég ákveðið að segja mig úr framboði til stjórnar Eflingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét, Ása og Arndís bjóða á stefnumót

Margrét, Ása og Arndís bjóða á stefnumót
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi