fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Stærsti slípaði demantur heims verður boðinn upp í febrúar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 15:30

Hann er glæsilegur. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti slípaði demantur heims verður seldur á uppboði í febrúar. Reiknað er með að fyrir hann fáist sem svarar til um 645 milljóna íslenskra króna.

Jótlandspósturinn segir að hægt verði að greiða fyrir demantinn með rafmynt. Hann heitir Enigma og er reiknað með að hann seljist á 5 milljónir dollara en það svarar til um 645 milljóna íslenskra króna.

Hann er nú til sýnis í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann er 555,55 karöt. Ekki er vitað hver á hann og er að selja hann en sami aðilinn er sagður hafa átt hann síðustu 20 árin. Hann verður fljótlega fluttur til Los Angeles og síðan til Lundúna og verður til sýnis í báðum borgum.

Talið er að demanturinn hafi orðið til þegar loftsteinn lenti á jörðinni fyrir rúmlega 2,6 milljónum ára að sögn Sotheby‘s uppboðshússins sem mun sjá um sölu hans.

Hann er tegundinni carbonado, dökkur og ógagnsær, en það er eitt erfiðasta efnið til að skera í.

Uppboðið fer fram á netinu og hefst 3. febrúar. Það mun standa yfir í sjö daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru