fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Alfons og félagar færast nær titlinum – Viðar Ari á skotskónum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 18:09

Alfons Sampsted / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heil umferð fór fram í norsku úrvalsdeildinni í dag. Um næstsíðustu umferð var að ræða.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodo/Glimt í 2-2 jafntefli gegn Brann. Noregsmeistararnir eru með 3 stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið mætir botnliði Mjöndalen þar.

Molde er í öðru sæti. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki með Molde vegna meiðsla. Molde þarf að vinna Haugesund í lokaumferðinni og treysta á að Bodo/Glimt tapi gegn Mjöndalen til að verða meistari.

Viking mun hafna í þriðja sæti deildarinnar, síðasta Evrópusætinu. Liðið vann 3-1 sigur á Odd í dag þar sem Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður og skoraði. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Viking í leiknum.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg í 1-3 sigri á Stabæk. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 47 stig.

Valarenga vann þá 2-0 sigur á Mjöndalen án Viðars Arnar Kjartanssonar. Valarenga er í sjötta sæti með 45 stig.

Sandefjörd vann 3-2 sigur á Kristiansund í Íslendingaslag. Viðar Ari Jónsson byrjaði fyrir Sandefjörd og skoraði í leiknum. Brynjólfur Andersen kom inn á sem varamaður og lék í um 25 mínútur fyrir Kristiansund. Lið hans er í sjöunda sæti með 43 stig. Sandefjörd er tveimur sætum neðar með 36 stig.

Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu fyrir Stromsgodset í markalausu jafntefli gegn Haugesund. Ari Leifsson var ekki með liðinu vegna leikbanns. Stromsgodset er í ellefta sæti með 35 stig.

Loks var Adam Örn Arnarson í byrjunarliði Tromsö í 0-1 sigri á Sarpsborg. Tromsö er með 35 stig í tólfta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?