fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

„Spurningar sem ég fæ sem feit kona gift vöðvastæltum karlmanni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. október 2021 21:30

Alicia og Scott hafa verið saman í fimmtán ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona deilir spurningum sem hún fær um sig og eiginmann sinn vegna ólíks holdafars þeirra. Áhrifavaldurinn Alicia Mccarvell breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar og líkamsvirðingar á samfélagsmiðlum. Hún deilir einnig fyndnum og skemmtilegum myndböndum um lífið og tilveruna.

Alicia nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, hún er með yfir 3,3 milljónir fylgjenda á TikTok og um 404 þúsund fylgjendur á Instagram.

Eiginmaður Aliciu, Scott, er tíður gestur á samfélagsmiðlum hennar. Ólíkt holdafar þeirra virðist fara eitthvað fyrir brjóstið á sumum netverjum. Alicia er í því sem telst vera stærri stærð (e. plus-size) en eiginmaður hennar ekki.

Í febrúar opnaði Alicia sig um skilaboðin sem hún fær vegna þess að hún er feitari en eiginmaður hennar.

Alicia og Scott hafa verið saman í fimmtán ár, þar af gift í fimm ár en þau fögnuðu brúðkaupsafmæli á dögunum.

Þrátt fyrir að hún hafi opinberað hvers konar skilaboð hún fær hefur þeim ekki linnt. Scott svaraði nýverið slíkri athugasemd sem hún endurbirti á Instagram.

„Ég elska hana eins og hún er. Ég er ástfanginn af henni líkamlega og andlega. Ég elska persónuleika hennar og sál hennar. Líkami hennar mun breytast eins og líkami allra. Þyngd/stærð er svo lítill hluti af lífinu,“ segir hann.

Skilaboðin má lesa í heild sinni hér að neðan.

Ekki nóg með að fá ljótar athugasemdir og skilaboð þá gengur fólk svo langt að áætla að hún sé „sykurmamma“ hans þar sem hún er í „yfirstærð“ og hann í vaxtarrækt. Fólk spyr hana einnig hvort hún sé ekki hrædd um að hann muni halda framhjá, sem hún svarar neitandi.

Hún birti myndband titlað: „Spurningar sem ég fæ sem feit kona gift vöðvastæltum karlmanni“ þar sem hún fer yfir og svarar algengu spurningunum sem hún fær.

@aliciamccarvellPeople out here thinking the only women that get cheated on are fat women 🙄 ||•• ##fyp ##foryoupage♬ The Magic Bomb (Questions I Get Asked) [Extended Mix] – Hoàng Read

Alicia glímdi um tíma um átröskun en hefur náð bata. Hún hefur verið opin um bataferlið og breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á Instagram og TikTok.

@aliciamccarvellYeah, I gained weight but I also learned what I deserve and who I am in the process. ||•• ##fyp ##foryoupage ##greenscreen ##greenscreenvideo♬ original sound – Myrtle Snow

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld