fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Þriðjungur stúlkna í 10. bekk hefur sent nektarmyndir eða ögrandi myndir af sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 07:00

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjungur stúlkna í 10. bekk grunnskóla hér á landi hafa verið beðnar um að senda af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir í gegnum netið og þriðjungur þeirra hefur sent slíkar myndir. Strákar eru einnig beðnir um slíkar myndir en ekki í eins miklum mæli. 24% þeirra hafa verið beðnir um slíkar myndir og 15% hafa sent slíkar myndir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta eru sláandi tölur,“ hefur blaðið eftir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Hún mun, ásamt Margréti Lilju Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu, kynna þessar tölur á hádegisfyrirlestrinum Klám og „sexting“: Umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna. Fyrirlesturinn fer fram á vefsíðunni rannsokn.is og er í hádeginu í dag.

Í samtali við Fréttablaðið benti Kolbrún á að í fyrirlestri Ólafar Ástu Farestveit, forstöðumanns Barnahúss, á kynningarfundi Ríkislögreglustjóra fyrir skömmu hafi komið fram að 15 börn undir 15 ára aldri hafi komið í Barnahús á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir að hafa sent kynferðislegar sjálfsmyndir. Á síðasta ári hafi þau verið tæplega tíu yfir allt árið. „Það segir okkur að þetta er að aukast ofboðslega hratt. Börn eru stundum þvinguð til að senda slíkar myndir. Þau kynnast þá oft gerendum á netinu og þetta er staða sem við höfum áhyggjur af. Það er eitthvað í loftinu og það er eins og eitthvað sé að breytast varðandi viðhorf til þessa mála,“ er haft eftir henni.

Hún sagði einnig að börnum finnist ekkert tiltökumál að senda af sér nektarmyndir eða ögrandi myndir og að þau átti sig ekki endilega á þeirri hættu sem þau séu í og nú sé komið að því að foreldrar stígi inni og veiti aðhald og viðspyrnu. „Þegar krakkar eru komnir með snjalltæki í hendurnar getur fullorðinn aðili haft aðgang að þeim. Við þurfum strax að setja reglur og venja þau við að fylgjast betur með. Það er til dæmis ástæða fyrir því að það eru aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Forsjáraðilar verða að þora að fara eftir viðmiðunum og vera vakandi fyrir því sem börnin þeirra eru að gera á netinu og hverja þau eru að vingast við,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð