fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Burger King birti umdeilda færslu – „Konur eiga heima í eldhúsinu“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 10:00

Borgarar frá Burger King. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skyndibitakeðjan Burger King í Bretlandi hefur beðist afsökunar á færslu sem birtist á Twitter-síðu þeirra í gær. Í færslunni stóð: „Konur eiga heima í eldhúsinu“ og var hún skrifuð í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna sem var í gær.

Þekkt er að þeir sem tali niður til kvenna segi við þær: „konur eiga heima í eldhúsinu“ eða „farðu og gerðu samloku fyrir mig“ og því voru margir sem tóku færslunni illa. Færslan var þó mjög saklaus, bara afar illa orðuð hjá markaðsteymi Burger King.

Með þessum orðum ætlaði keðjan sér að vekja athygli á því að í Bretlandi væru aðeins 20% kokka konur og að 7% yfirkokka séu konur. Færslan átti að hvetja konur áfram í að verða kokkar og láta vita að þeir væru að byrja að bjóða fleiri konum upp á skólastyrk til að fara í kokkaskóla.

Með umdeildu færslunni birtist önnur færsla sem í stóð: „Ef þeir vilja auðvitað. Aðeins 20% kokka eru konur. Við erum að stefna á breyta kynjahlutfallinu á veitingastöðum með því að valdefla konur með tækifærinu til að eltast við matreiðsluferil,“ sem útskýrði færsluna á undan.

Það var þó of seint og neyddist keðjan til að eyða færslunni umdeildu og biðjast afsökunar. Það var þó of seint fyrir Burger King í Bandaríkjunum að eyða sinni auglýsingu því þau keyptu heilsíðu í New York Times-tímaritinu. Þar var auglýsingin með sömu orðum. „Konur eiga heima í eldhúsinu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti