fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Lést eftir undarlegt slys í bílastæðahúsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 06:04

Victoria Strauss. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést Victoria Strauss, 23 ára, í hörmulegu og undarlegu slysi í bílastæðahúsi í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum. Þegar hún ætlaði að greiða fyrir bílastæðið, missti hún greiðslukortið sitt út úr bílnum. Hún hallaði sér þá út úr honum til að taka það upp en þá steig hún á bensíngjöfina og bíllinn fór áfram og höfuð hennar klemmdist á milli hans og kortavélarinnar.

The Columbus Dispatch skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið öryggisvörður sem kom að henni látinni. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna að þetta gerðist um klukkan 23.30 á mánudag í síðustu viku.

„Hún reyndi að taka kortið sitt upp með því að opna dyrnar og halla sér út. Fyrir mistök steig hún á bensíngjöfina og bíllinn fór áfram og höfuð hennar lenti á kortavélinni,“ segir í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér.

Hún fannst ekki fyrr en um sex klukkustundum síðar og var þá látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni