Hér má sjá það sem vakti mesta athygli hér á landi og utan úr heimi.
Söngkonan Svala Björgvins byrjaði í sambandi með 22 ára sjómanni og föður frá Grindavík, Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Fregnir af sambandi þeirra vöktu mikla athygli sökum aldursmunar á parinu, en Svala er 21 ári eldri en Kristján.
Katrín Björk Birgisdóttir gerði samanburð á verði í matvöruverslunum Krónunnar, Nettó og Bónus. Niðurstaðan kom henni á óvart og þá sérstaklega hvað var lítill verðmunur á verslunum.
Íslendingar fylltust af stolti þegar Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun í febrúar 2020, en hún var hins vegar ekki eini Íslendingurinn sem var tilnefndur til verðlauna. Sigríður Dyekjer var tilnefnd fyrir heimildarmyndina The Cave. Hún er íslensk-dönsk og býr og starfar í Kaupmannahöfn.
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir deildi mynd á Instagram og þegar betur var athugað sást að Tanja Ýr hafði klætt sig vitlaust í skyrtuna og vakti það mikla kátínu meðal hennar og netverja.
Það var mikið gert grín að Öldu Karen Hjaltalín, fyrirlesara og ráðgjafa, í Áramótaskaupinu 2019. Alda Karen svaraði gríninu á skemmtilegan hátt á Instagram stuttu síðar og þakkaði fyrir sig.
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir birti myndir á Facebook-síðu sinni og sagði þar frá photoshop-svikum sem hún varð fyrir í Búlgaríu þar sem hún býr. Ásdís sagði óvandaðan fjölmiðil hafa birt myndir af sér sem búið var að breyta í myndvinnsluforriti til þess að láta hana líta út fyrir að vera mun þyngri en hún er.
Áhrifavaldurinn Kristín Avon Gunnarsdóttir fékk nóg af kjaftasögunum sem gengu um faðerni dóttur sinnar. Hún taldi það vera kominn tími til að blása á sögusagnirnar.
Upptaka af símtali konu til Reykjavík Síðdegis frá árinu 2007 byrjaði að fara aftur um netheima og vekja mikla lukku meðal landsmanna á ný. Kona hringdi í Reykjavík síðdegis til að tjá sig um málefni öryrkja og endaði með að upplýsa hlustendur um bólfarir mannsins síns með geðhjúkrunarfræðingi á Landspítalanum.
Vikan á Instagram er vinsæll liður hjá DV.is sem kemur inn alla mánudagsmorgna. Við skoðum hvaða myndir slógu í gegn á Instagram í vikunni sem leið.
Garðar Baldvinsson rithöfundur birti ljósmynd af sér frá árinu 1969, þegar hann var 8-9 ára gamall drengur, þjakaður af ofbeldi og streitunni sem fylgdi því. Hann tjáði sig um skelfilegt ofbeldi sem hann varð fyrir af hálfu móður sinnar í æsku.
Thylane Lena-Rose Blondeau var aðeins tíu ára gömul þegar hún prýddi síður Vogue og var kölluð „fallegasta stúlka veraldar“. Í dag er hún nítján ára gömul og gengur vel í fyrirsætubransanum.
Nýstárlegar nærbuxur, sem minna frekar á hárband en undirfatnað, slógu í gegn á árinu. Nærbuxurnar voru vinsælar hjá Bretum í sumar en hafa lengi verið vinsælar hjá stjörnunum á rauða dreglinum.
Augnablik á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump, eiginkonu hans, eftir fyrstu kappræður í forsetakosningunum vakti mikla athygli, þá kuldaleg heilsa þeirra hjóna. Mörgum þótti augnablikið afar vandræðalegt.
Foreldrar komu fram í sjónvarpsþætti Dr. Phil og sögðu að fimmtán ára sonur þeirra væri barnaníðingur. Þau þurftu að fjarlægja drenginn af heimilinu eftir að hann sagðist ætla að misnota yngri systkini sín.
Ung kona varaði við leðurbuxum úr Zöru vegna þess að í hvert skipti sem hún beygði sig gáfu buxurnar frá sér hljóð sem hljómaði eins og prump.