fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Sýknaðir af fólskulegri árás á Hlöllabátum í miðbænum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 5. október 2020 10:06

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru fyrir helgi sýknaðir af ákæru og bótakröfu vegna alvarlegrar líkamsárásar á Hlöllabátum árið 2017.

Klukkan hálf eitt að nóttu til var lögregla kölluð til vegna hópslagsmála á Hlöllabátum á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á staðinn var þar á staðnum maður sem hafði orðið fyrir nokkuð alvarlegri árás. Gaf hann þá skýringu að ráðist hafi verið á hann þegar hann reyndi að stilla til friðar í átökum annarra.

Í tilraunum sínum til að stilla til friðar hrinti hann einum árásarmanninum. Fór þá að þrír menn réðust á friðarstillinn. Er lögregla kom á staðinn var brotaþoli vankaður og með mikla áverka í andliti. Ráðist hafði verið á brotaþola með krepptum hnefum og sparkað í andlit hans er hann lá. Hlaut brotaþoli af þessu töluverða áverka. Á slysadeild greindi læknir hann með áverka og bólgur á vinstra gagnauga, marbletti á hægri olnboga og hnjám og leiddi sneiðmyndataka brot á andlitsbeinum í ljós. Þá var hann greindur með kurlað eða hliðrað augntóttargólfsbrot og brot á vanga og kinnkjálkabeinum og heilahristing.

Rannsókn lögreglu leiddi þá á spor þriggja manna sem voru yfirheyrður um miðjan nóvember, um tveim vikum eftir árásina. Tveir ákærðu eru tvíburar og voru 19 ára er árásin átti sér stað. Kemur fram í dómnum að þeir séu altalandi á íslensku, en sá þriðji, 21 árs, talar enga íslensku.

Í niðurstöðu dómsins er vikið að sönnunargögnum í málinu. Þar kemur fram að skoðuð hafi verið snapchat upptaka af árásinni, vitnisburður fjölda vitna og skýrslutaka af ákærðu. Í dómnum stendur að vitnisburður sumra vitna hafi verið í „hrópandi ósamræmi“ við skýrslugjöf ákærðu. Dómurinn rekur svo í löngu máli hvernig skilyrðum sönnunarfærslu er ekki fullnægt. Framburður vitna þótti, sem fyrr segir, á reiki og lýsing á árásarmönnum „ýmist engin eða óljós og misvísandi.“

Í ljósi þess voru ákærðu, allir þrír, sýknaðir og bótakröfu fórnarlambs vísað frá dómi. Dóminn má sjá hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”