fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Trump tapað 78 milljörðum frá því í fyrra

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. september 2020 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forbes sagði frá því í dag að verðmæti eignasafns Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafi rýrnað um 600 milljónir Bandaríkjadollara á einu ári. Það jafngildir um 78 milljarða tapi á 12 mánuðum.

Trump hangir enn inni á lista yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina, en hann er nú í sæti 339 og hefur fallið um 64 sæti á tímabilinu. Samkvæmt umfjöllun Forbes er þar fyrst og fremst kórónaveirufaraldrinum um að kenna en margar eignir hans eru sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum faraldursins á efnahagslífið. Hann á til að mynda ríkulegar eignir í stórborgum sem hafa farið illa úr Covid-19, sem og hótel.

Til dæmis á hann 30% hlut í 1290 Avenue of the Americas, sem er metin á 342 milljónir Bandaríkjadollara. Verðmætið rýrnaði um 109 milljónir dala á síðasta ári og er hlutur Trumps í því tapi einu um 32.7 milljónir Bandaríkjadala. Þá tapaði Trump um 70 milljónum á Trump Tower í New York, þar sem hann jafnframt heldur heimili, og 65 milljónum á 40 Wall Street.

Heilt yfir er rýrnun á verðmæti fasteigna í eigu Trumps um helmingur taps Trumps, eða um 326 milljónir dollara. Verðmæti aðeins einnar eignar jókst á undanförnu ári. Nam sú aukning um tveimur milljónum dollara.

Sömu sögu er að segja af golfklúbbum Trumps sem hrundu í verði undanfarið. Eftir sem áður hefur verðmæti Mar-a-Lago klúbbsins í Palm Beach í Flórída aukist, enda Trump duglegur að stunda klúbbinn og má ætla að það eitt og sér trekki talsverðan fjölda að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fór í hart við Vinnumálastofnun út af ósanngjörnum reglum um desemberuppbót

Fór í hart við Vinnumálastofnun út af ósanngjörnum reglum um desemberuppbót
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“