fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga var gestur á fundi almannavarna í dag. Þar ræddi hann um mikilvægi og hlutverk Hinsegin daga. Þá ræddi hann um þær áhyggjur sem vöknuðu vegna aflýsingar hátíðarinnar þetta árið.

Vilhjálmur talaði um mikilvægi Gleðigöngunnar og hvernig hún hafi orðið að vopni hinsegin fólks til þess að hafa gaman.

„Hinsegin dagar hafa unnið að því frá stofnun að auka sínileika hinsegin fólks með það að markmiði að fræða og vinna gegn fordómum. Gleðigangan hefur jafnan verið mikilvægara fyrir hinsegin samfélagið sjálft frekar en samfélagið íslenska í heild sinni. Þegar hún var gengin fyrst fyrir tuttugu árum síðan þá var loksins kominn tími á að hinsegin samfélagið fengi nýtt vopn sem var gleði. Þau gátu því líka fagnað saman og stutt hvort annað í gegnum það,“

Þá ræddi Vilhjálmur um þá hópa í hinsegin fólks sem að hann hefði áhyggjur af. Umræddir hópar væru þeir sem að myndu kannski finna fyrir styrk vegna gleðigöngunnar til þess að koma út úr skápnum. Þá sagðist hann einnig hafa áhyggjur af þeim sem ekki byggju við góðar heimilisaðstæður.

„Það eru margir sem hafa mætt og horft á gönguna áður en hann hún eða hán kom út úr skápnum. Hafa kannski óvart verið niðri í bæ og fylgst með og því geta séð einstaklinga sem þau geta speglað sig í, og upplifað eitthvað af sjálfum sér og vonandi í kjölfarið fengið hugrekki til að koma út úr skápnum. Það eru þessir hópar sem við höfum sérstakar áhyggjur af þetta árið og Samtökin 78 hafa verið að vinna að því að ná til þeirra með því að bjóða upp á netráðgjöf. Við höfum áhyggjur af þeim hinsegin einstaklingum sem búa kannski við heimilisaðstæður sem eru ekki endilega eins og best verður á kosið og eru kannski ekki komin úr skápnum,“

Hann sagði leiðinlegt að mikið af starfsemi hinsegin félaga hefði fallið niður eð breyst mikið, en þá hvatti hann fólk til að leita til Samtakanna 78.

„Stuðningshópar sem hinsegin félögin hafa verið að bjóða upp á hafa því miður hefur þurft að gera hlé á sinni starfsemi eða breytt henni mikið. Ég vil bara hvetja fólk til að vera eins sýnilegt og það getur verið, nýta sér samfélagsmiðla, skreyta og heyra í sínu fólki, styðja hvort annað og endilega leita til Samtakanna 78,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“