fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Sjólaskipabræður fagna sigri í risaskattsvikamáli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 16:56

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun þeim bræðrum Haraldi Reyni Jónssyni og Guðmundi Steinari Jónssyni í hag varðandi frávísunarkröfu í skattsvikamáli gegn þeim. Um var að ræða þrjár ákærur sem vörðuðu meint skattsvik upp á rúmar 800 milljónir króna og vantaldar tekjur upp á 3 til 4 milljarða.

Málið á sér langa sögu en þrjár ákærur voru sameinaðar í eina sem gefin var út síðastliðið sumar. Málið var tekið fyrir í apríl. Sameiginlega ákæran snýst um að bræðurnir hafi vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur og önnur gjöld fyrirtækja sem skráð voru á Kýpur en héraðssaksóknari telur að hafi verið skattskyld hér á landi. Undir eru gjaldárin 2006 og 2007 vegna rekstraráranna 2005 og 2006. Félögin eru Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd. og Fishing Company Beta Ltd.

Vantaldar tekjur allra félaganna fyrir bæði rekstrarárin nema að mati héraðssaksóknara hátt í fjórum milljörðum og vangreiddur tekjuskattur er metinn á yfir 800 milljónir króna.

Í frétt DV frá árinu 2016 kemur fram að nöfn Sjólaskipasystkinanna voru í Panamaskjölunum sem lekið var það ár eins og frægt varð. Í fréttinni segir:

„Annar aðili í sjávarútvegi sem kemur við sögu í gögnunum er Guðmundur Steinar Jónsson, einn af Sjólaskipssystkinunum svokölluðu, sem tengdur er við aflandsfélagið Champo Consulting Ltd. á Tortólu. Auk Guðmundar má finna þrjú önnur af systkinunum úr Sjólaskipum í Panamagögnunum.

„Ég hef ekkert um þetta að segja. Þetta er bara mitt mál,“ segir Guðmundur Steinar aðspurður um málið.“

Reynir á ákvæði um tvöfalda málsmeðferð

Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en samkvæmt upplýsingum frá Finni Þór Vilhjálmssyni, héraðssaksóknara, vörðuðu frávísunarkröfurnar bann við tvöfaldri meðferð en í lögum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) eru ákvæði um að enginn skuli sæta málsmeðferð eða refsingu tvisvar sinnum fyrir sama atriði. Í frávísunarkröfunum er beitt þeirri túlkun að álag hjá skattyfirvöldum vegna vantalinna tekna sé refsing. Ef höfðað er dómsmál gegn mönnum eftir að skattyfirvöld hafa sektað þá fyrir slíkt athæfi sé því komin önnur málsmeðferð  (og tvöföld refsing ef menn eru fundnir sekir).

Álitamál er hvort regla MDE eigi við í þessum málum en Guðjón Marteinsson héraðsdómari féllst á frávísunarkröfurnar í morgun. Líkur eru á því að héraðssaksóknari áfrýi málinu til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“