fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

80 milljónir virðast horfnar frá harðduglegum bóndadætrum úr Skagafirði

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 23:44

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir að féfletta tvær systur á tíræðisaldri sem báðar eru með heilabilun. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem birtist um hádegisbili í dag. Í ákærunni er rakin ótrúleg saga hjónanna sem talin eru hafa nýtt sér ástand efnaðra systra í Reykjavík og haft af þeim tugi milljóna. Eiginmaður konunnar sem er ákærð er einnig ákærður fyrir að hafa tekið við, geymt og nýtt ávinning af brotum konu sinnar. Heildarfjárhæðin sem hjónin eru ákærð fyrir að hafa af systrunum nemur nærri áttatíu milljónum króna. Saksóknari gerir meðal annars kröfu um að húseign hjónanna, Audi Q7-jeppi og listmunir margra af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Jóhannesar Kjarval og Einars Jónssonar, verði gerðir upptækir.

Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.  Hún er mjög umfangsmikil þar sem í henni er rakin saga systranna, veikindi þeirra og samskipti við konuna, segir í frétt RÚV um málið.

Stuttu eftir fréttaflutning RÚV birti Sigurður Bogi Sævarsson, fyrrum blaðamaður DV, gamalt viðtal sem hann tók við þær systur árið 2003. Hann segir örlög þessara merkilegu heimskvenna dapurleg. Í greininni kemur meðal annars fram að systurnar voru áberandi vinnusamar og eignuðust smám saman fleiri og fleiri íbúðir í sama fjölbýlishúsinu við Austurbrún.

Fjölbýlishúsið var vel mannað á 12. hæðinni en um tíma bjó þarna fyrrum alheimsfegurðardrottningin Hólmfríður Karlsdóttir, sem var þá aðeins telpa og bjó í blokkinni með foreldrum sínum, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður. Systurnar voru vel tengdar og vinamargar enda höfðu þær gengt mikilvægum ábyrgðarstöðum. Sú eldri vann lengi hjá bandaríska sendiráðinu og sú yngri hjá Alþjóðabankanum í Washington.

Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður birti þessa mynd á Facebook í dag með þeim orðum að hann hafi skrifað sögu systranna í DV í janúarlok 2003 og bætir við: „Erla og Ástríður bjuggu á tólftu hæð í Austurbrún 12, áttu fimm af sex íbúðum á hæðinni. Sveitastúlkur úr Skagafirði sem urðu heimskonur í hárri blokk. Dapurleg örlög á merkri sögu.“

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“