fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Sjónvarpsstjörnur fagna endurkomu Hödda Magg: „Loksins Höddi Magg í lífi okkar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 19:00

Hörður Magnússon. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti furðu margra þegar Herði Magnússyni var sagt upp á Sýn á síðasta ári en Hörður hafði verið einn ástsælasti íþróttafréttamaður landsins til margra ára. Lýsingar hans á kappleikjum og Pepsi mörkin undir hans stjórn nutu mikilla vinsælda. Hörður hefur verið utan sviðsljóssins síðustu mánuði en hann snýr aftur á skjáinn á morgun þegar hann lýsir leik Werder Bremen og Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn er sýndur á Viaplay og mun Hörður sjá um lýsingar fyrir efnisveituna á næstu dögum og vikum. „Get staðfest þetta. Mjög spennandi og hlakka til þess að takast á við þetta. Þetta á sér nokkuð langan aðdraganda með Viaplay og tel þetta vera rétt skref á mínum ferli. Á nóg eftir,“ skrifar Hörður á Facebook í dag og ekki hefur staðið á viðbrögðum.

Fjöldi fólks fagnar þessu enda hefur ástríða Harðar fyrir fótboltanum skilað sér stofur landsmanna um langt skeið. „Great signing – STAÐFEST,“ skrifar Helgi Seljan fréttamaður á RÚV. „Tími til kominn…Flottur,“ skrifar Þorsteinn Magnússon einn af öflugri markmannsþjálfurum landsins.

„Frábærar fréttir. Til hamingju og gangi þér allt í haginn,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson sem var lengi vel blaðamaður á Morgunblaðinu.

Gunnar Leó Helgason fagnar þessu. „Frábærar fréttir og til lukku með þetta Hörður Magnússon. Það vænkast hagur okkar sjónvarpsglápara.“

„Loksins. Loksins aftur fótbolti og Höddi Magg í lífi okkar,“
skrifar Magnús Sigurðsson.

Sjónvarpsstjarnan fyrrverandi Ásgeir Erlendsson fagnar þessu. „Innilega til hamingju Höddi!.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur