fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt málið varðandi dauða svarts manns af völdum lögreglunnar er komið upp í Bandaríkjunum og hefur verið efnt til mótmæla vegna málsins. Fjórum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi vegna málsins og alríkislögreglan FBI rannsakar málið.

„Ég næ ekki andanum.“ Var eitt af því síðasta sem maðurinn, hinn fertugi George Floyd, sagði á mánudaginn áður en hann lést. Hann lá þá ber að ofan á götu úti í Minneapolis. Búið var að handjárna hann en lögreglumaður hélt honum föstum á götunni með því að þrýsta hné sínu á háls hans og hnakka.

Knattspyrnuheimurinn stendur saman í baráttunni gegn rasisma eftir andlát George Floyd og hafa sterk skilaboð komið frá mörgum frægum knattspyrnumönnum.

Jadon Sancho vakti athygli á málinum um helgina þegar hann skoraði fyrir Borussia Dortmund. Mario Balotelli lagði svo orð í belg á Instagram. „Ég hef ekkert á móti öpum, ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar,“ skrifaði Balotelli meðal annars.

Paul Pogba, Liverpool og fleiri hafa svo blandað sér í umræðuna og styðja byltinguna sem nú er í gangi eftir andlát George Floyd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur