Ríkisstjórn Boris Johnson hefur gefið út að hægt verði að hefja íþróttakappleiki á Englandi þann 1 júní.
Á fundi í dag var greint frá því að íþróttir ættu að hefja undirbúning að því að fara af stað á nýjan leik. Golf og tennis fara strax af stað en nú vilja þeir aðrar íþróttir af stað.
Áhorfendur eru hins vegar ekki velkomnir á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar samkvæmt enskum blöðum.
Forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeildinni funduðu í dag, helmingur félaga er illa við þá hugmynd að klára mótið á hlutlausum velli.
Félög í neðri hlutanum telja það sér í óhag og voru heitar umræður um slikt. Forráðamenn deildarinnar ætla að ræða við ríkisstjórnina hvort það sér gerlegt að spila á öllum völlum deildarinnar.
Enska knattspyrnusambandið hefur látið deildina vita að það verði að fá lokaniðurstöðu í mótið.