Andrea Rinaldi leikmaður Atalanta í Seriu A er látinn, aðeins 19 ára gamall. Hann var fluttur á sjúkrahús á dögunum.
Rinaldi fór að líða illa þegar hann var að æfa heima hjá sér en eftir þriggja daga baráttu á sjúkrahúsi var Rinaldi úrskurðaður látin.
Rinaldi fékk heilablæðingu eftir að gúlpur á smáum heilaslagæðum myndaðist. Hann hefði fagnað tvítugsafmæli sínu í næstu viku.
„Öll Atalanta fjölskyldan syrgir með fjölskyldu Rinaldi. Hann var í litum félagsins frá þrettán ára aldri. Hann var elskaður af öllum,“ sagði ítalska félagið í yfirlýsingu.
Rinaldi var á láni hjá Legnano í þriðju efstu deild en hann hafði talsvert verið á láni hjá öðrum félögum.