Jesper Jansson yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby segir það koma til greina að Zlatan Ibrahimovic gangi í raðir félagsins.
Zlatan hefur æft með Hammarby frá því að kórónuveiran reið yfir Ítalíu en hann er með samning við AC Milan til 31 júní.
Zlatan lék með Malmö áður en hann yfirgaf Svíþjóð en síðan þá hefur hann átt magnaðan feril um alla Evrópu.
Zlatan keypti hlut í Hammarby á síðustu leiktíð og hefur undanfarnar vikur æft með liðinu. Í Hammarby er íslenski framherjinn Aron Jóhannsson.
,,Ég held að það sé möguleiki á þessu en aðeins Zlatan veit það. Hann hefur ekkert sagt, ég þarf ekkert að spyrja hann. Hann veit af áhuga okkar,“ sagði Jansson.
,,Zlatan segir ekkert fyrr en hann hefur tekið ákvörðun, ég hef lært það. Við viljum auðvitað fá hann.“