Kylian Mbappe leikmaður PSG er sagður afar spenntur yfir þeim áhuga sem Liverpool hefur á honum. Le10Sport segir frá þessu.
Mbappe sem er 21 árs og er einn besti knattspyrnumaður í heimi, hann hefur reglulega verið orðaður við Liverpool.
MBappe er sagður ahfa átt samtal við Jurgen Klopp stjóra Liverpool og Zinedine Zidane stjóra Real Madrid.
Mbappe hefur áhuga á því að fara frá PSG en Real Madrid hefur lengi verið draumur hans. Liverpool er svo spennandi kostur, enda besta lið Evrópu á síðustu leiktíð og besta lið Englands í dag.
Ef Mbappe kæmi til Liverpool er líklegt að Mo Salah eða Sadio Mane yrðu til sölu, enda þyrfti að fjármagna kaupin á Mbappe sem yrði ansi dýr.