Ríkisstjórn Boris Johnson hefur gefið út að hægt verði að hefja íþróttakappleiki á Englandi þann 1 júní.
Á fundi í dag var greint frá því að íþróttir ættu að hefja undirbúning að því að fara af stað á nýjan leik. Golf og tennis fara strax af stað en nú vilja þeir aðrar íþróttir af stað.
Áhorfendur eru hins vegar ekki velkomnir á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar samkvæmt enskum blöðum.
Ekki eru allir öryggir á því að deildin fari af stað en læknar félaganna kynna nú málin fyrir leikmönnum.
Mirror fjallar um málið en talað er um að nokkrir leikmenn óttist það að snúa aftur, þeir eru hræddir um að fá kórónuveiruna.
Búið er að útbúa plan til að hefja æfingar, sagt er að leikmenn þurfi að skrifa undir gögn áður en allt fer af stað um að það sé á þeirra ábyrgð að snúa aftur.
Félögin hafa hins vegar útbúið skýrslu þar sem farið er yfir málið, þar er sagt að það sé öruggara að mæta á æfingu eða í leik en að fara út í búð.
BREAKING: Top-level sport in England could restart behind closed doors from June 1st, the Government has announced.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 11, 2020
BREAKING: Top-level sport can restart from June 1… but there will be no fans until at least January https://t.co/GkxGRMs131 pic.twitter.com/jtk7xBB3II
— MailOnline Sport (@MailSport) May 11, 2020