Frank Lampard, stjóri Chelsea hefur vakið athygli fyrir það sem hann gerði á Instagram um helgina.
Það hefur vakið athygli fjölmiðla á Englandi að Lampard byrjaði að fylgja Dries Mertens framherja Napoli.
Sóknarmaðurinn sem hefur raðað inn mörkum á Ítalíu en er samningslaus í sumar.
Mertens er 33 ára en ensk blöð segja að Chelsea hafi verið í sambandi við Mertens og umboðsmann hans.
Lampard vill ólmur fá inn framherja í sumar og vegna kórónuveirunnar gæti það reynst góður kostur að fá Mertens frítt.