Margar af stærstu deildum Evrópu vinna nú að því að komast aftur af stað nú þegar kórónuveiran er byrjuð að hægja á sér.
Spánverjar vinna að því að La Liga fari aftur af stað en stefnt er að því að byrja 12 júní.
Javier Tebas forseti La Liga vinnur hörðum höndum að því að koma deildinni af stað, félög þar í landi eru byrjuð að æfa.
,,Ég vil byrja 12 júní, við þurfum fyrst að tryggja heilsuna til að komast af stað,“ sagði Tebas en Englendingar stefna á sömu dagsetningu.
Þjóðverjar fara fyrstir af stað af stóru deildunum en þýski boltinn byrjar að rúlla á föstudag.
,,Ef við förum af stað þá verður leikur í La Liga á hverjum einasta degi,“ sagði Tebas en áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn.