Það eru tæp 17 ár síðan að David Beckham var seldur frá Manchester United og það nokkuð óvænt.
Beckham og Sir Alex Ferguson þá stjóri félagsins áttu ekki skap saman, lífsstíll Beckham utan vallar og frægð hans fór í taugarnar á Ferguson.
Ryan Giggs greinir frá því hvað gekk á. ,,Oftast snérust deilur þeirra um fótbolta,“ sagði Giggs þegar hann rifjaði upp málið frá 2003.
,,Ferguson var alltaf á bakinu á mönnum til að halda þeim gangandi, stundum kom að því að hann vildi losa menn.“
,,Með David Beckham þá var þetta bara orðið of mikið, þeir rifust í hverri viku. Það var bara komið að því að aðilar myndu skilja og fara í sitthvora áttina.“