Hugo Lloris markvörður Tottenham hefur fest kaup á hundi til að verja heimili sitt og fjölskylduna.
Um er að ræða þýskan fjárhund og borgaði Lloris 15 þúsund pund eða 2,8 milljónir króna.
Um er að ræða sérþjálfaðan hund sem á að verja heimili Lloris og fjölskyldu hans.
Lloris býr í London þar sem innbrot hjá ríkum knattspyrnumönnum eru nokkuð tíð, hann ætlar að verja heimilið með hundinum.
Það er nokkuð vinsælt hjá frægustu knattspyrnumönnum Englands að vera með svona varðhund á sínum snærum.