Ríkisstjórn Boris Johnson mun gefa grænt ljós á það að enska úrvalsdeildin og fleiri íþróttir fari af stað í júní. Telegraph segir frá. Johnson mun kynna leið sína út úr samkomu og útgöngubanni í dag. Þar verður rætt um íþróttir.
Þetta eru tíðindin sem enski boltinn hefur verið eftir en úrvalsdeildin fundar í dag um plön sín. Félög í fallbaráttu hafa sett sig á móti því að spilað verði á hlutlausum velli en það er þó líklegasta niðurstaðan.
Gary Neville hefur hins vegar ekki trú á því að deildin geti farið af stað 12 júní eins og planið hefur verið.
,,Ég yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan eftir fund dagsins að deildinni yrði frestað aftur,“ sagði Neville.
,,Þeir hafa hengt sig á ráðleggingar ríkisstjórnar og það kom ekkert fram í ræðu gærdagsins,“ sagði Neville og sagði svo að 12 júní myndi aldrei ganga upp.