fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Gripinn á 125 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 4. apríl 2020 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi og í nótt afskipti af fimm ökumönnum sem grunaðir eru um umferðarlagabrot. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögregla stöðvaði ökumann á Sæbraut á fimmta tímanum í morgun og er ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Aðeins 20 mínútum seinna var annar ökumaður stöðvaður á Snorrabraut og er ökumaður hennar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda.

Í Hafnarfirði var kona handtekin rétt fyrir miðnætti grunuð um að valda umferðaróhappi og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í Kópavogi voru afskipti höfð af ökumanni bifreiða rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Bifreið hans hafði mælst á 125 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Ökumaður var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Bifreið var stöðvuð skömmu eftir miðnætti í Árbæ og er ökumaður hennar grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og án gildra ökuréttinda.

Athygli vegur að í dagbók lögreglu er ekki greint frá afskiptum af fólki við skemmtanahald í heimahúsum eða á öldurhúsum borgarinnar, en slíkar frásagnir eru að jafnaði algengar um helgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum