fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Ógnvekjandi myndband frá einu fullkomnasta sjúkrahúsi Ítalíu – „Heilbrigðisstarfsfólk er að heyja stríð og þau eru að tapa“

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 08:15

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Stuart Ramsay hjá Sky News birtir ógnvekjandi fréttamyndband frá stærsta sjúkrahúsinu í Bergamo á Ítalíu, Papa Giovanni XXII, en COVID-19 kórónaveirufaraldurinn hefur leikið Bergamo verst af borgunum í Ítalíu. Papa Giovanni XXII sjúkrahúsið er með þeim fullkomnustu í gjörvallri Evrópu en þar ríkir nú ófremdarástand vegna COVID-19. Alls hafa rúmlega fjörutíu þúsund manns greinst með veiruna á Ítalíu og tæplega 3500 manns látist, fleiri en látist hafa í Kína af völdum veirunnar.

„Þessi banvæni faraldur er stjórnlaus“

Í myndbandinu má sjá ys og þys inni á sjúkrahúsinu þar sem heilbrigðisstarfsfólk þeytist um til að halda sjúklingum á lífi. „Þetta er ekki kaos en þetta er erilsamt,“ segir Stuart er myndbrot eru sýnd af sjúklingum sem ná vart andanum. Öll sjúkrarúm eru full og öll rými sjúkrahússins fullnýtt fyrir þá smituðu, jafnvel biðstofur.

„Heilbrigðisstarfsfólk er að heyja stríð og þau eru að tapa,“ segir Stuart. Hann lýsir því hvernig heilbrigðisstarfsfólkið þyrpist jafnóðum að hverjum nýjum sjúklingi, tengir hann við alls kyns tæki og tól, sem og hina mikilvægu öndunarvél. „Án þeirra myndu sjúklingum hraka hratt. Mjög hratt. Lífshættulega hratt.“

Þá segir Stuart að fólk sé lagt inn nær stanslaust á sjúkrahúsinu. „Þessi banvæni faraldur er stjórnlaus.“

Blaðamaðurinn Stuart Ramsay í hlífðargalla.

Senda skýr skilaboð

Enginn blaðamaður hefur fengið að sjá ástandið á sjúkrahúsinu nema Stuart þessi. Segir hann að með því að leyfa honum að fylgjast með daglegu lífi á sjúkrahúsinu vilji yfirvöld í Bergamo senda skýr skilaboð sem eru einfaldlega: „Búið ykkur undir þetta,“ segir Stuart. „Þau vilja að þið sjáið þetta. Þau vilja að íbúar heimsins efist um aðgerðir yfirvalda.“

Læknirinn Robert Cosentini, sem er yfir gjörgæsludeild, segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt.

„Þetta er mjög alvarleg lungnabólga þannig að þetta setur mikið álag á hvaða heilbrigðiskerfi sem er. Á degi hverjum koma fimmtíu til sextíu sjúklingar á gjörgæsludeild með lungnabólgu og flestir þeirra eru það veikir að þeir þurfa mikið súrefni,“ segir Robert. Hann segir einu leiðina til að hægja á útbreiðslu COVID-19 sé að loka öllum landamærum og setja á útgöngubann.

„Ég hef aldrei verið svona stressaður á ævinni. Ég er vanur áköfum stundum og að taka ákvarðanir undir álagi,“ segir hann. „En á þessum tímapunkti hef ég gert mér grein fyrir að ég er ekki nóg.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en við vörum viðkvæma lesendur við því:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru