fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Tanja Ýr blæs á kjaftasögurnar: „Ég er farin að fá svona skilaboð“

Fókus
Þriðjudaginn 17. mars 2020 09:35

Tanja Ýr. Skjáskot/YouTube @tanjayr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn og aftur er einhver að þykjast vera Tanja Ýr á stefnumótaforritinu Tinder. Tanja Ýr Ástþórsdóttir er vinsæll áhrifavaldur, fyrirtækjaeigandi og fyrrverandi fegurðardrottning.

Hún hefur lent í því áður að einhver óprúttin aðili sigli undir fölsku flaggi og þykist vera hún á miðlinum. Hún greinir frá þessu í Story á Instagram.

„Ég er ekki á Tinder og hef aldrei verið á Tinder,“ segir hún.

„Það er og mun því miður alltaf vera nýr „feik“ prófíll á Tinder. Eina sem er hægt að gera er að tilkynna það (e. report). Ástæðan fyrir því að ég set þetta í Story er að ég er farin að fá svona skilaboð,“ segir hún og birtir síðan skjáskot af skilaboðum sem hún fékk frá ónefndum aðila.

„Hæ 🙂 Þú hentir mér af Tinder. Sé sömu myndir hér, flottar,“ sendi maðurinn henni.

„Við vitum aldrei hver er fyrir aftan svona feik aðganga og því getur þetta verið hættulegt. Svo er oft þessi aðili líka að reyna eyðileggja fyrir mér með því að skrifa illt til fólks,“ segir Tanja Ýr og þakkar fyrir að fólk bendi henni á þetta.

„Takk fyrir að láta mig alltaf vita. Kann virkilega að meta það.“

Að lokum segir hún: „Verum góð við hvort annað.“

Þetta er orðið nokkuð algengt vandamál hjá íslenskum áhrifavöldum í dag. Birgitta Líf hefur nokkrum sinnum lent í þessu og Sunneva Einars lenti í því að einhver notaði mynd af henni á stefnumótasíðu fyrir samkynhneigðar konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Í gær

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Í gær

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Í gær

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri