fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Útsendingu á umdeildu viðtali Stöðvar 2 við eiginkonu Ólafs Hand frestað – Hver er ástæðan?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal sem birta átti við eiginkonu Ólafs Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Eimskips, Kolbúnu Önnu Jónsdóttur, á Stöð 2 í kvöld, var ekki sýnt. Þess í stað var rætt við Sölva Tryggvason um kulnun í starfi. Væntanleg útsending viðtalsins hafði þegar vakið deilur í dag þar sem gagnrýnt var að annar málsaðili tjáði sig um deilumál sem snertir 14 ára gamla stúlku.

Ólafur Hand var í lok árs 2018 fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á barnsmóður sína. Atvikið átti sér stað á heimili Ólafs í Skerjafirði er barnsmóðirin var ásamt unnusta sínum að sækja dóttur sína til að fara með hana í ferðalag til Indónesíu. Kom þá til átaka sem Ólafur og Kolbrún hafa ávallt lýst sem árás á sig, en héraðsdómur úrskurðaði sem líkamsárás Ólafs á barnsmóður sína. Byggði hann meðal annars á áverkavottorði.

Kolbrún Anna gaf fyrir stuttu út bók sem meðal annars fjallar um þetta atvik og er öllum aðgengileg á vefnum. Bókin ber heitið Ákærð. Sérlega áhugavert er að hún telur að barnsmóðir Ólafs hafi ekki getað fengið þá áverka sem lýst er í áverkavottorði á heimili Ólafs þennan dag. Annaðhvort hafi hún hlotið áverkana eftir atvikið eða áverkavottorðið sé falsað.

DV hafði samband við Frosta Logason, sem tók umrætt viðtal við Kolbrúnu Önnu, og spurði hann hvers vegna það hafi ekki verið sýnt í  kvöld. Frosti sagði að viðtalið yrði sýnt síðar í vikunni og gaf síðan eftirfarandi skýringar á frestuninni:

„Í dag var tekin sú ákvörðun að fresta sýningu þessari umfjöllun. Við höfum rætt við báða málsaðila og stefnum að því að fjalla um þetta mál síðar í vikunni og þá munu báðir málsaðilar eiga þess kost að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.“

Sjá einnig:

Ólafur Hand sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni

Eiginkona Ólafs Hand stígur fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli