fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan sótti sjómann við krefjandi aðstæður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2020 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út á tíunda tímanum í morgun til að sækja veikan sjómann sem var um borð í grænlensku togara. Togarinn var staddur rúmlega 150 sjómílur vestur af Látrabjargi, rétt utan miðlínu milli Ísland og Grænlands, þegar hjálparbeiðni barst frá björgunarstjórnstöðinni í Danmörku.

Skipið tók stefnuna til Íslands en slæmt veður var á þeim slóðum þar sem skipið var statt. Að sögn Landhelgisgæslunnar tók TF-GRO á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan 10 en jafnframt var áhöfnin á TF-EIR til taks á Reykjavíkurflugvelli ef á þyrfti að halda. Eftir rúmlega hálftíma flug lenti þyrlan á Rifi til að fylla á eldsneytistankana áður en haldið var í átt að skipinu.

Þyrlan var komin að grænlenska togaranum á tólfa tímanum og hófst áhöfnin þegar handa við að undirbúa hífingar. Sigmaður Landhelgisgæslunnar fór um borð í skipið og undirbjó sjúklinginn til flutnings. Þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður gengu hífingar vel og að þeim loknum var haldið rakleiðis á Reykjavíkurflugvöll. Þar lenti TF-GRO klukkan 13:42 og í kjölfarið var skipverjinn fluttur þaðan með sjúkrabíl á Landspítalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“