fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan sótti sjómann við krefjandi aðstæður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2020 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út á tíunda tímanum í morgun til að sækja veikan sjómann sem var um borð í grænlensku togara. Togarinn var staddur rúmlega 150 sjómílur vestur af Látrabjargi, rétt utan miðlínu milli Ísland og Grænlands, þegar hjálparbeiðni barst frá björgunarstjórnstöðinni í Danmörku.

Skipið tók stefnuna til Íslands en slæmt veður var á þeim slóðum þar sem skipið var statt. Að sögn Landhelgisgæslunnar tók TF-GRO á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan 10 en jafnframt var áhöfnin á TF-EIR til taks á Reykjavíkurflugvelli ef á þyrfti að halda. Eftir rúmlega hálftíma flug lenti þyrlan á Rifi til að fylla á eldsneytistankana áður en haldið var í átt að skipinu.

Þyrlan var komin að grænlenska togaranum á tólfa tímanum og hófst áhöfnin þegar handa við að undirbúa hífingar. Sigmaður Landhelgisgæslunnar fór um borð í skipið og undirbjó sjúklinginn til flutnings. Þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður gengu hífingar vel og að þeim loknum var haldið rakleiðis á Reykjavíkurflugvöll. Þar lenti TF-GRO klukkan 13:42 og í kjölfarið var skipverjinn fluttur þaðan með sjúkrabíl á Landspítalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“