fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Milljarðamæringur leitar að unnustu – Býður henni í ferð til tunglsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 21:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa, 44 ára, leitar nú að konu til að eyða lífinu með. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og 27 ára unnustu hans. Ef honum tekst að finna nýja unnustu ætlar hann að bjóða henni með sér í hringferð um tunglið eftir þrjú ár en hann, og unnustan væntanlega, verða fyrstu farþegar SpaceX fyrirtækis Elon Musk.

Leit hans að ástinni verður tekin upp en verið er að gera heimildamyndaþáttaröð, sem ber heitið „Full Moon Lovers“, um leit hans að hinni einu sönnu ást. Hún verður sýnd hjá Abema TV efnisveitunni.

„Um leið og ég finn meira og meira fyrir einmanaleika og tómleika er einn hlutur sem ég hef hugsað mér að gera: að halda áfram að elska konu.“

Skrifar milljarðamæringurinn á heimasíðu þar sem áhugasamar konur geta skráð sig í þáttinn.

Umsækjendur verða að hafa áhuga á að fara til tunglsins og að taka þátt í nauðsynlegum undirbúningi fyrir ferðina. Þeir verða einnig að elska lífið, vilja frið í heiminum, vera gáfaðir og jákvæðir. Og auðvitað einhleypir.

Umsóknarfrestur rennur út 17. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús