fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sýknaður af nauðgun gegn fyrrverandi kærustu: „Fuck, hvað er ég búinn að gera?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 14:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kornungur maður var í Héraðsdómi Reykjaness þann 3. desember sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni sumarið 2015. Fólkið er nágrannar en samkvæmt framburði stúlkunnar kom pilturinn til hennar að næturlagi eftir að hún hafði verið á bjórkvöldi og nauðgaði henni í svefnherbergi hennar. Er þau sátu í rúmi í herberginu hennar og hann hafði kysst hana segist stúlkan hafa gert honum ljóst að hún vildi ekki hafa mök við hann – með orðum og athöfnum. Tók þá ákærði í hana, hélt henni niðri og hafði við hana samfarir og lét ekki af háttseminni þó að hún hefði ítrekað sagt honum að hætta.

Um vitnisburð stúlkunnar segir enn fremur í dómnum:

„Hún hefði sagt honum að hætta. Hann hefði lagst ofan á hana. Brotaþoli hefði aftur beðið hann um að hætta. Hann hefði þó ekki hætt og náð fram vilja sínum en brotaþoli hefði legið „ frosin“ á meðan. Eftir að á kærði hefði lokið sér af þá hefði hann sest upp og sagt : „Fuck, hvað er ég búinn að gera?“ Hann hefði síðan farið en brotaþoli hefði legið eftir grátandi alla nóttina.“
Hinn ákærði neitaði að hafa nauðgað stúlkunni og staðhæfði meira að segja að hann hefði aldrei komið til hennar um nóttina.
Pilturinn og stúlkan höfðu verið par í 7. og 8. bekk en hún síðan slitið sambandinu. Engu að síður höfðu þau einu sinni sofið saman fyrr um sumarið að sögn hins ákærða og neitaði stúlkan því ekki. Um sambandið var eftirfarandi haft eftir stúlkunni í dómnum:
„Aðspurð um samskipti við ákærða meðan þau voru par í grunnskóla sagði brotaþoli að ákærði hefði ekki virt mörk hennar meðan á því sambandi stóð. Hann hefði tekið í hönd hennar og sett hann inn á hann. Hann hefði einnig átt það til að ýta höfði hennar í átt að klofi hans. Til frekara marks um þetta væri að finna viðurkenningu ákærða til hennar í gegnum Facebook um„ástarleiki“ sem hann hefði vitað að hún vildi ekki og að hann gæti ekki haft stjórn á sjálfum sér í kringum hana.“
Dómari mat svo að gögn um óeðlilega háttsemi hins ákærða af Facebook væri ekki hægt að taka gild þar sem langt væri um liðið (2013) og hann hefði verið aðeins 15 ára. Hið meinta afbrot á þó hins vegar að hafa átt sér stað aðeins tveimur árum síðar.
Stúlkan kærði hina meintu nauðgun árið 2017 eða tveimur árum eftir atburðinn. Framburður bæði ákærða og stúlkunnar þótti sannfærandi en þar sem engin gögn voru til sem studdu vitnisburð stúlkunnar sagði dómari óhjákvæmilegt að sýkna hinn piltinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“