
Það eru til menn sem stunda það að breyta sér í lifandi latex kvenkyns dúkkur. Í VICE INTL þætti fáum við að hitta fólkið á bak við svo kallað „female masking,“ forvitnilegur menningarkimi þar sem gagnkynhneigðir karlmenn klæða sig upp sem latex dúkkur.
„Female masking“ er jaðarsena sem byrjaði í Evrópu á níunda áratugnum. Oftast eru það eldri gagnkynhneigðir karlmenn sem stunda „female masking“ og eiga það sameiginlegt að njóta þess að breyta sér í lifandi kvenkyns dúkkur.
Til að gera það þá klæða þeir sig upp í heilgalla gerðan úr silíkoni, setja á sig gervibrjóst og dúkkulega grímu. Til að setja punktinn yfir i-ið setja þeir á sig allskonar hárkollur og klæða sig í margbrotin kvenkyns klæðnað. Þetta einkennilega samfélag er mjög virkt á netinu og hittast á sérstökum „female masking“ samkomum. Mörgum finnst þeir þurfa að fela þetta fyrir fjölskyldu og vinum.
Í VICE INTL þættinum er fylgt eftir nokkrum evrópskum karlmönnum í Amsterdam og Þýskalandi. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan: