fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

NASA opnar 46 ára gömul jarðvegssýni frá tunglinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 19:30

Buzz Aldrin og bandaríski fáninn á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðið ansi langt síðan menn stigu síðast fæti á tunglið en það var þegar áhöfn Apollo 17 heimsótti þennan trúfasta fylgifisk okkar í desember 1972. Áhöfnin tók jarðvegssýni með sér heim til jarðarinnar. Sýnin voru innsigluð og hafa verið í öruggri geymslu hjá bandarísku geimferðastofnunni síðan.

Í fréttatilkynningu frá NASA kemur fram að sýnin hafi verið opnuð þann 5. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn síðan þau komu til jarðarinnar.

Sýnin voru geymd í alla þessa áratugi í þeirri von að tækninni myndi fleygja svo mikið fram að unnt yrði að rannsaka sýnin enn betur en hægt var á áttunda áratug síðustu aldar.

Rannsóknirnar á þeim núna beinast að því að undirbúa rannsóknir og greiningar á sýnum sem á að taka í hinu svokallaða Artemis-verkefni en samkvæmt því á að lenda á tunglinu 2024.

Flest sýnin, sem Apollo geimförin komu með til jarðarinnar, hafa fyrir löngu síðan verið rannsökuð ofan í kjölinn en nokkur voru geymd til síðari tíma eins og áður sagði.

Áætlað er að opna fleiri gömul sýni frá tunglinu í janúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum