Daily Mail gerir sér mat úr mynd sem leikkonan Lindsey Lohan birti á Instagram-síðu sinni
Daily Mail gerir sér mat úr mynd sem leikkonan Lindsey Lohan birti á Instagram-síðu sinni þar sem hún er í faðmlögum með „dularfullum silfurref“, líkt og fjölmiðilinn kallar manninn. Daily Mail spyr hvort þar sé nýr kærasti Lohan á ferðinni.
Lohan hefur nú fjarlægt myndina af Instagram-síðu sinni en hávær orðrómur hefur verið um að hún hafi átt vingott með íslenskum karlmanni meðan hún var hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna, Olivers Luckett og Scotts Guinn, sem gengu í hjónaband á Suðurlandi þann 17. júní síðastliðinn.
Svo vill nú reyndar til að maðurinn sem er með Lohan á myndinni er Oliver sjálfur Luckett. Oliver gerir grín af þessu á Facebook-síðu sinni og skrifar: „Ég hef svolítið sem ég þarf að segja Scott McMurry Guinn“.