fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Jón Axel fluttur til Ítalíu: „Munurinn er slíkur að maður hrekkur í kút“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Jón Axel Ólafsson er fluttur til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni, Maríu B. Johnson. Jón Axel hefur stýrt útvarpsþættinum Ísland vaknar á K100 og mun hann sinna því áfram þrátt fyrir að vera fluttur.

„Það er einfaldlega búið að vera gamall draumur hjá okkur hjónum að færa okkur um set og dvelja yfir vetrarmánuðina á bjartari og heitari stað, þegar mesti kuldinn og dimman er á Íslandi,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu í dag en hjónin ákváðu að flytja til borgarinnar Bari við Adríahaf á Suður-Ítalíu.

Jón Axel segir að Spánn hafi einnig komið til greina en eiginkona hans hafi fundið þennan stað, þau séu bæði mikið fyrir Ítalíu og því hafi þau ákveðið að slá til. Bari er syðst á Ítalíu og þar er veðursæld jafnan mikil og vetrarmánuðirnir mildir.

Hjónin leigja íbúð í gamla bænum í Bari þar sem þau eru bæði með litla skrifstofu og svefnherbergi.

„Þetta er allt voðalega sérstakt, að hoppa úr bubblunni sinni, rútínunni, heimilinu sínu og flytja inn í litla skonsu með alltof litlu baði, pínulitlu rúmi og gargandi ítölskum kerlingum allt í kring. Mjög sérstakt og einstakt tækifæri að fá að sjá eitthvað annað en maður er vanur.“

Jón Axel segist hvetja fólk til að láta drauminn rætast og flytjast af landi brott, sé áhugi á annað borð fyrir hendi. „Ekki spurning. Þetta er einfaldara en það hljómar. Það þarf eiginlega að láta bara slag standa og kýla á það. Maður á alltaf að láta drauma sína rætast með einhverjum hætti, en forsendurnar þurfa að vera réttar og þá láta tækifærin á sér kræla,“ segir Jón.

Í viðtalinu er hann einnig spurður hvort til greina komi að þau hjónin ákveði að vera áfram erlendis. Hann kveðst ekki vita það þó veðráttan á Ítalíu henti honum betur. Þá fer það eftir verkefnunum hvert framhaldið verður.

„En ég er hér núna með konunni minni og okkur líður vel í 27 stiga hita og sól. Verðlagið fær mann til að brosa í kampinn þegar maður fer út í búð hér því munurinn er slíkur að maður hrekkur í kút, því venjuleg helgarinnkaup eru ca 20 til 25% af því sem kostar að lifa á Íslandi. Maður getur alveg vanist því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“