fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt gengur vegabréfsskoðun hratt og vel fyrir sig á flugvöllum víðast hvar um heiminn. En þegar Indverjinn Swami Sivanandas millilenti í Dubai á leið heim til Kolkata frá Lundúnum ráku flugvallarstarfsmenn upp stór augu og trúðu ekki því sem þeir sáu.

Í reitnum þar sem fæðingardagurinn er skráður stóð nefnilega 8. ágúst 1896!

Þegar Swami var spurður hvort þetta væri virkilega rétt sagði hann svo vera. En margir áttu nú samt sem áður erfitt með að trúa að hann sé virkilega 123 ára. Ef svo er þá er hann elsta manneskjan sem vitað er um til þessa. Gulfnews.com skýrir frá þessu.

Swami segir sjálfur að það sé einföld uppskrift að svona löngu lífi en þessi einfalda uppskrift getur eflaust reynst mörgum erfið.

„Agi er það mikilvægasta í lífinu,“ segir hann.

„Það er hægt að sigrast á öllu með því að beita sig hvað varðar matarvenjur, líkamsrækt og kynferðislegar langanir.“

Hvað það síðast nefnda varðar segist hann hafa fylgt því algjörlega allt sitt líf.

Það leikur svo sem enginn vafi á að Swami er gamall en hins vegar er umdeilanlegt hvort hann er 123 ára. Vandinn er hins vegar að þegar hann fæddist, hvort sem það var 1896 eða síðar, voru skráningar á nýburum ekki upp á marga fiska á Indlandi. Indversk yfirvöld urðu því að taka mark á fæðingarvottorði útgefnu af klaustri Swami þegar hann sótti um vegabréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum