fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Notaði tölvu í leynilegri kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í annarlegum tilgangi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 07:02

Kjarnorkusprengja. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag í síðustu viku var rússneski verkfræðingurinn Denis Baykov dæmdur til að greiða sem nemur um einni milljón íslenskra króna í sekt fyrir að hafa misnotað ofurtölvu í háleynilegri kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Sarov. Hann notaði tölvuna til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.

Ásamt tveimur félögum sínum skrifaði hann forrit sem leyndi því að þeir félagarnir notuðu ofurtölvuna til að grafa eftir Bitcoin. Samkvæmt frétt Moscow Times náðu þeir félagarnir að verða sér úti töluvert af þessari eftirsóttu rafmynt áður en upp um þá komst. Ekki liggur þó ljóst fyrir hversu mikið af Bitcoin þeim tókst að komast yfir.

Baykov er sá eini sem hefur hlotið dóm vegna málsins enn sem komið er.

Málið var tekið fyrir hjá dómstól í Sarov en bærinn er þekktur sem „höfuðborg“ kjarnorkuvopna í Rússlandi. Það var einmitt í Sarov, sem er harðlokaður bær á vegum rússneska hersins, sem stærsta kjarnorkusprengja heims, „tsar bomba“ var þróuð. Hún var sprengd í tíu kílómetra hæð yfir eyjunni Novaja Zemlja þann 30. október 1961. Hún var tíu sinnum öflugri en allt það sprengiefni sem var samanlagt notað í síðari heimsstyrjöldinni.

Sarov er enn þann dag í dag miðstöð rannsókna tengdum rússneskum kjarnorkuvopnum og kjarnorku. Bærinn er girtur af og vaktaður af hermönnum. Enginn fær að koma þangað nema með sérstakri heimild.

Dómurinn kann að virðast vægur miðað við þær refsingar sem fólk fær oft fyrir minniháttar brot í Rússlandi. En hann endurspeglar kannski óljósa afstöðu yfirvalda til rafmynta.

Í október 2017 sagði Vladímír Pútín, forseti, að rafmynt væri hægt að nota við peningaþvætti og að þær væru eins og píramídasvindl. En viku síðar sagði hann að hugsanlega væri hægt að nota rafmyntir til einhvers og tilkynnti að Rússland hefði í hyggju að gefa út sína eigin rafmynt, Cryptorubel. Hún hefur ekki enn séð dagsins ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél