fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Á að deyja í kvöld og fær enga miskunn: Segist hafa fengið heilaskaða í móðurkviði

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verjendur Mark Soliz, 37 ára fanga á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum, fóru þess á leit við dómstóla að fyrirhugaðri aftöku í kvöld verði frestað. Soliz var dæmdur til dauða árið 2012 fyrir tvö morð sem framin voru 2010; annars vegar á sendibílstjóra og hins vegar á 61 árs konu.

Soliz hélt því fram að hann hefði fæðst með svokallað áfengisheilkenni fósturs (e. Fetal alcohol syndrome). Þetta heilkenni er viðurkennt innan læknavísindanna og getur einkennst af þroskaskerðingu og hegðunarvanda. Dómari hafnaði beiðni verjenda Soliz og því bendir allt til þess að aftakan fari fram í kvöld.

Soliz var sakfelldur fyrir hrinu glæpa árið 2012 sem endaði með fyrrnefndum morðum. Hann skaut Ruben Martinez, 29 ára bílstjóra drykkjarvörufyrirtækis, til bana eftir að hafa rænt hann. Var Soliz óhress með það að einungis tíu dollarar voru í veski Rubens. Ruben lét eftir sig ólétta eiginkonu og sex ára son.

Nokkrum klukkustundum síðar ruddist hann inn á heimili 61 árs konu, Nancy Weatherly, og skaut hana til bana. Með honum í för var Jose Ramos sem játaði sök í málunum og hlaut lífstíðardóm.

Það tók kviðdómendur aðeins tíu mínútur að sakfella Soliz á sínum tíma.

Verjendur Soliz fóru þess á leit að aftökunni yrði frestað á þeim forsendum að ekki væri forsvaranlegt að taka hann af lífi í ljósi forsögu hans. Hann hefði átt erfiða barnæsku og alla tíð átt erfitt með að hafa hemil á hvötum sínum. Þá hafi frænka hans verið stungin til bana fyrir framan augun á honum þegar hann var barn og sjálfur hafi hann verið byrjaður að brjótast inn níu ára gamall.

Fimmtán fangar hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum á þessu ári. Þar af hafa sex verið teknir af lífi í Texas, fleiri en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús