fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hryllingur í Árbæ: Óður piltur gekk berserksgang í Árbæ og elti börn með hníf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur piltur er sagður hafa gengið berserksgang í Árbænum í gærkvöldi en Fréttablaðið fullyrðir að hann hafi elt hóp af börnum með hníf og ógnað þeim. Elsa Margrét Víðisdóttir, íbúi í Árbæ, segir frá þessu á Facebook síðu fyrir íbúa í Árbænum. Hún segir að pilturinn hafi elt syni hennar um hverfið, allt frá Árbæjarskóla að Höfða.

„Strákur í annarlegu ástandi elti syni mína og fleiri hér í Árbæ fyrr í kvöld, hann var með hníf og ógnaði þeim, þeir létu lögreglu vita og síðast þegar ég vissi var lögregla að leita hans. Synir mínir földu sig hér og þar þangað til hjálpin kom,“ skrifar Elsa.

Elsa þakkar starfsmanni bílaþjónustunnar Kvikk sérstaklega en synir hennar fengu að fela sig þar. „Ég  er þakklát starfsmanni í Kvikk að leyfa þeim að bíða þar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðili í annarlegu ástandi ógnar börnum hér í hverfinu. Vonandi fer lögregla að ná utan um þennan lið sem virðist vera hér í hverfinu,“ segir Elsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd