fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Algjör ringulreið á Bahamaeyjum: Óttast að þúsundir hafi farist

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. september 2019 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að fjöldi látinna á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian gekk yfir eyjarnar muni aukast mjög á næstu dögum. Þúsunda íbúa er saknað og um 70 þúsund íbúar þurfa sárlega á aðstoð að halda. Eyjan Great Abaco, sem er í Abaco-eyjaklasanum, er allt að því óhæf til búsetu.

Samkvæmt opinberum tölum hafa 30 látist en óttast er að fjöldinn muni aukast hratt í dag og næstu daga. „Við óttumst að talan verði mjög há,“ sagði Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja við fréttamenn í morgun.

Dorian var einn öflugasti fellibylur sögunnar en hann var fimmta stigs og hékk yfir eyjaklasanum stóran hluta vikunnar.

„Það er allt farið, fólk er orðið mjög örvæntingarfullt. Fólk er að stela og skjóta hvort annað til að komast í mat og vatn,“ hefur breski miðilinn Mail Online eftir íbúa. Hafa yfirvöld brugðið á það ráð að efla löggæslu til muna vegna fregna af innbrotum og þjófnaða úr matvöruverslunum.

Aðgerðir hafa staðið yfir sem miða að því að koma fólki á svæðum sem urðu verst úti til höfuðborgarinnar Nassá. Þær aðgerðir hafa tekið lengri tímar en vonir stóðu til vegna vatnselgs á Grand Bahama-alþjóðaflugvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús