fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Síðustu klukkustundirnar í lífi Jeffrey Epstein

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. ágúst 2019 12:47

Epstein þekkti Donald Trump vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem röð mistaka hafi orðið til þess að bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein tókst að svipta sig lífi í fangaklefa í New York um helgina.

Epstein fannst meðvitundarlaus í klefa sínum á laugardag með snöru um hálsinn. Í frétt breska blaðsins Independent er ljósi varpað á síðustu klukkustundirnar í lífi Epstein. Í umfjölluninni kemur fram að hann hafi verið einn og yfirgefinn í nokkrar klukkustundir; engir fangaverðir hafi litið eftir honum og þá hafi hann ekki haft neinn samfanga í klefa sínum þó raunin hefði átt að vera önnur.

Sjá einnig: Mikil dulúð í kringum dauða Jeffrey Epstein – Átti valdamikla vini sem sumir óttuðust hann

Epstein átti 45 ára fangelsi yfir höfði sér vegna mansals og barnaníðs sem hann var sakaður um eftir aldamót. Epstein reyndi að svipta sig lífi í síðasta mánuði og var í kjölfarið vaktaður sérstaklega af fangavörðum. Eitthvað varð til þess að þessari sérstöku vakt var hætt á laugardag, en reglum samkvæmt hefðu fangaverðir átt að líta eftir honum á hálftíma fresti að minnsta kosti.

Þá hefði annar fangi átt að deila klefa með honum en samfangi Epstein var færður síðastliðinn föstudag. Lögregla rannsakar nú hvers vegna enginn leit eftir honum og hvers vegna enginn annar fangi var færður inn í klefa hans.

Eðli málsins samkvæmt hefur málið vakið mikla athygli vestan hafs enda var Epstein einstaklingur sem átti marga valdamikla vini, Donald Trump, Bill Clinton og Andrew Bretaprins meðal annarra. Meint brot hans voru auk þess svívirðileg og hafa margir klórað sér í kollinum yfir því hvers vegna ekki var fylgst betur með honum, sérstaklega í ljósi sjálfsvígstilraunar hans fyrir skemmstu.

Fangelsismálayfirvöld í New York hafa bent á að umrætt fangelsi sé mjög undirmannað sem hafi orðið til þess að fangaverðir hafi þurft að vinna langar vaktir, stundum 60 til 70 tíma í hverri viku. Einn þeirra sem átti að fylgjast með Epstein ynni venjulega ekki sem fangavörður.

Þá er bent á það í umfjöllun Independent að fórnarlömb og aðstandendur þeirra sem Epstein var sakaður um að hafa brotið gegn séu ósáttir vegna dauða hans. Þeir hafi vonast til þess að réttarhöldin yfir honum myndu loks færa þeim sálarró og það réttlæti sem lengi hefur verið beðið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm