fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 17. ágúst 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosie Ruiz, sem varð heimsþekkt á einni nóttu árið 1980, er látin, 66 ára að aldri. Rosie komst í heimsfréttirnar eftir frækinn sigur í Boston-maraþoninu árið 1980 en síðar kom í ljós að maðkur var í mysunni.

Rosie kom í mark á 2 klukkustundum, 31 mínútu og 56 sekúndum sem þá var besti tími sem kona hafði hlaupið í þessu vinsæla maraþoni. Sigurinn kom mörgum í opna skjöldu enda var Rosie ekki beint þekkt í hlaupaheiminum.

Á þessum árum voru engir tölvukubbar sem gátu skráð tíma hlaupara með nákvæmum hætti eins og tíðkast í dag. Þess í stað þurftu skipuleggjendur hlaupa að treysta á heiðarleika hlaupara og fá sjálfboðaliða til að skrá niður hlaupanúmer þeirra með reglubundnum hætti.

Hlaupanúmer Ruiz kom hvergi við sögu og þá sást hún ekki á neinni þeirra þúsunda ljósmynda sem teknar voru á fyrstu 40 kílómetrum hlaupaleiðarinnar. Síðar stigu tveir nemendur úr Harvard fram og sögðust hafa séð hana lauma sér inn á hlaupabrautina þegar skammt var eftir af hlaupinu. Átta dögum síðar var hún svipt titlinum. Síðar kom í ljós að árið áður hafði hún einnig svindlað í New York-maraþoninu en tíminn hennar í því hlaupi tryggði henni keppnisrétt í Boston-maraþoninu.

Ruiz hélt áfram sakleysi sínu og sagðist hún hafa unnið hlaupið á heiðarlegan hátt.

Rosie lést í Flórída þann 8. ágúst síðastliðinn. Banamein hennar var krabbamein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun