fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Halldóra um móðurhlutverkið og athyglina: „Þetta var alls ekki það sem ég ætlaði mér að gera við líf mitt“

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir dóttur sína, Steineyju Skúladóttur, hafa verið akkerið sem hún þurfti til að minnka skemmtanalífið á yngri árum. Þær mæðgurnar voru saman í útvarpsþættinum Þegar ég verð stór og rifjar Halldóra meðal annars upp söguna af því þegar hún frétti af eigin óléttu skömmu áður en hún var á leið á dimmision-djamm. Halldóra lýsir unglingsárum sínum sem trylltum og viðurkennir hún að athyglissýki hafi verið ofar öðru hjá sér á þeim árum.

Steiney Skúladóttir er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur.

„Ég þráði athyglina og vildi að allir vissu af mér,“ segir Halldóra.

„Ímyndið ykkur allt sem hefur verið í gangi varðandi leka á nektarmyndum á samfélagsmiðlum. Það er svo margt búið að gerast á undanförnum árum og ég hugsa bara hvað ég er fegin að ekkert af þessu var í gangi þegar ég var ung.“

Leikkonan segir frá því þegar hún var kjörin Ungfrú MH, en þá kastaði hún sér í gólfið og hágrét þegar hún tók á móti verðlaununum í trylltu rifrildi um titilinn. Eftir þetta var kosningin lögð niður í áraraðir. Hún segir einnig frá því þegar hún mætti á ónefndan skemmtistað í bænum og stalst inn í glerbúrin og dansaði þar allt kvöldið.

Halldóra lýsir dóttur sinni sem litlu kraftaverki sem breytti öllu, en fréttirnar voru í fyrstu ákveðið áfall fyrir hana. „Mér fannst ég vera algjör lúser. Ég hafði mikla fordóma fyrir ungum mæðrum á þessum tíma, ég skildi ekki hvað þær voru að hugsa,“ segir hún. „Ég var með svo mikinn trylling í mér að ég hugsaði að þetta var alls ekki það sem ég ætlaði mér að gera við líf mitt. Síðan þegar þetta var farið að síast inn var eins og þetta akkeri hafi komið á mig. Þá ákvað ég að taka ábyrgð á lífi mínu.“

Þegar Steiney var komin inn í heiminn var Halldóra ekki með margt á milli handa en hún vissi að hún þyrfti að láta allt ganga upp sem hún réð við. Þar var sparnaður og peningavit í fyrirrúmi. „Ég átti minna og ég varð að láta það ganga,“ segir Halldóra.

„Ég algjörlega massaði þetta; keypti ódýran fisk af frænda mínum á frystitogara, og ég var síðan bara ákveðin í því að láta móðurhlutverkið ganga. Ég á ótrúlega auðvelt með að vera öguð. Það sem mér fannst verst var þegar ég missti tökin á fjármálunum. Þarna var ég pínu geðveik, með ofstjórnun á fjármálunum. Að fara út að borða með einhverjum og skipta reikningnum gat alveg fríkað mig út. Ég sýndi það ekki en ég fór í algjöra vanlíðan. Það tók mig mörg ár að sleppa þessari tilfinningu.“

Hér má heyra viðtalið við mæðgurnar í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík