fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Tvöfalt eða þrefalt gler? Ekki eins gott að vera með þrefalt gler og talið hefur verið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 21:30

Ætli það sé einfalt, tvöfalt eða þrefalt gleri í þessu húsi? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir hafa tekið til bragðs að láta setja þrefalt gler í hús sín. Þetta er talið veita betri einangrun og þar af leiðandi minna hitatapi. En miðað við niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar þá er ekki svo gott að vera með þrefalt gler í gluggum því ýmsir ókostir fylgja því.

Samkvæmt niðurstöðunum er einfaldlega betra að vera með tvöfalt gler en þrefalt. Það voru vísindamenn við Álaborgarháskóla, Danska Tækniháskólann og hjá Region Hovedstaden sem stóðu að rannsókninni.

Í rannsókninni var tvöfalt gler sett í íbúðir í fjölbýlishúsi í Haderslev en í samskonar fjölbýlishús við hliðina var sett þrefalt gler. Niðurstaðan er að ekki er marktækur munur á orkunotkun á milli húsanna.

Einnig kom í ljós að þeir sem voru með þrefalt gler í gluggum urðu af ýmsum heilsufarlega bætandi áhrifum vegna glersins. Minni dagsbirta barst inn í íbúðir þeirra og þar af leiðandi fékk fólkið minna af D-vítamíni sem berst með sólarljósinu. Skortur á D-vítamíni veldur ýmsum sjúkdómum sem kosta danskt samfélag 18 milljarða danskra króna á ári eftir því sem segir í frétt Danska ríkisútvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru