fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Stóra norska deilumálið – Á að sjást í eyru fólks á vegabréfamyndum eða ekki?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júní 2019 19:00

Norskt vegabréf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan 2014 hefur þess verið krafist í Noregi að eyru fólks sjáist á vegabréfsmyndum fólks. Þetta eru ekki allir sáttir við og segja þetta vera skerðingu á trúfrelsi. Þetta hefur komið fram í athugasemdum sem gerðar hafa verið við nýtt lagafrumvarp sem Stórþingið er nú með til meðferðar. 842 athugasemdir hafa borist.

Flestar eru þær frá einkaaðilum og flestir vilja afnema regluna um sýnileg eyru. TV2 skýrir frá þessu.

Samvinnuráð múslima í Rogalandi segir til dæmis í sinni athugasemd að krafan um sýnileg eyru brjóti gegn trúfrelsi fólks. Önnur samtök múslima taka undir þetta.

Tillögur hafa verið lagðar fram um að þeir sem nota trúarlegan höfuðfatnað þurfi ekki að sýna á sér eyrun á vegabréfsmyndum. Stjórnvöld hafa varið eyrnakvöðina með því að hún sé hluti af því að hægt sé að bera kennsl á fólk með öruggum hætti. Eyrun sé einstök eins og fingraför fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru