fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

5 framandi dýr sem gaman væri að flytja til Íslands

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að á miðvikudaginn síðastliðinn komu til landsins mjaldrasysturnar Litla-hvít og Litla-grá sem dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir að fái frelsi úr Chang Feng sædýragarðinum í Kína. Eftir margra ára umræður var ákveðið að hvalirnir fengju að ferðast til Íslands og munu þeir koma til með að dvelja á afgirtum griðarstað í Klettsvík að aðlögun lokinni. Það er aðeins í örfáum tilfellum sem flutningur dýra á milli landa telst réttmætur og er það þá aðallega þegar verið er að veita þeim griðarstað úr slæmum aðstæðum. Í Vestmannaeyjum munu systurnar tvær búa við aðstæður sem eru mun líkari þeirra náttúrulegu heimkynnum og ef vel gengur geta þær orðið allt að sextíu ára gamlar. DV velti því fyrir sér hvaða fimm framandi dýr gæti verið gaman að flytja inn til landsins.

Gíraffi

Gíraffar eru hæstir núlifandi spendýra og geta þeir náð allt að 5,5 metra hæð. Það liggur því í augum uppi að aukið skemmtanagildi yrði í fallturninum í húsdýragarðinum, fengi maður að klappa gíraffa á höfuðið í leiðinni.

Letilórur

Letilórur hafa stór augu og eru gjarnan talin vera sæt og krúttleg dýr. Hafa þær meðal annars verið eftirsóknarverð gæludýr en þrífast þó illa í haldi manna og láta lífið oft langt fyrir aldur fram. Við frekjurnar, mannfólkið, kærum okkur þó kollótt um þær upplýsingar og höldum áfram að stelast til þess að góma þessi dýr. Þau eru bara svo sæt!

Kameldýr

Kameldýr eru af úlfaldaætt. Þau hafa tvo hnúða á bakinu þar sem þau geyma birgðir af fitu sem þau geta breytt í næringu. Með þeim hætti geta þau lifað af í eyðimörkinni. Kameldýrin eru mjög öflug burðardýr og geta þau borið mikla þyngd langar vegalengdir. Þau gætu því nýst okkur Íslendingunum vel í búðarferðum. Sérstaklega þegar við skellum okkur í Costco og kaupum okkur allt það sem okkur vantar ekki neitt.

Litrík fiðrildi

Fiðrildi eru vængjuð skordýr sem tilheyra ættbálki hreisturvængja. Til eru margar gerðir af fiðrildum, bæði stór, smá, litrík og dauflituð. Hér á Íslandi ruglar fólk gjarnan saman mölfiðrildum og fiðrildum vegna svipaðs útlits þeirra en þau skordýr sem lifa hér og við köllum gjarnan fiðrildi eru í rauninni af ætt mölflugna. Það segir sig því sjálft að hingað til lands ætti að flytja inn marglituð fiðrildi. Þessar mölflugur eru líka bara svo ljótar.

Ísbjörn

Einu sinni lofaði Jón Gnarr okkur Íslendingum ísbirni í Húsdýragarðinn. En þá var hann líka í kosningarbaráttu með Besta flokknum og við vitum nú öll að stjórnmálamenn eiga það gjarnan til að lofa upp í ermina á sér svona korter í kosningar. Það loforð gekk því álíka vel og önnur loforð sem aðrir ónefndir stjórnmálamenn hafa átt til að slengja fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“