fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Íslenskt Love Island – Hverjir væru tilvaldir keppendur?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsstöðin Útvarp 101 birti skemmtilega grein fyrr í dag þar sem velt er upp hvaða einstaklingar væru tilvaldir sem þátttakendur í íslenskri útgáfu af bresku raunveruleikaþáttunum Love Island.

Þættirnir njóta gríðarlegra vinsælda í Englandi, en 3,6 milljónir manns horfðu á lokaþátt fjórðu þáttaraðar í lok sumars árið 2018. Fimmta þáttaröð hóf sýningar 3. júní síðastliðinn.

Þættirnir eru sýndir yfir sumartímann. Í þeim er hóp af ungu, fallegu, einhleypu fólki flogið til Mallorca, þar sem þau búa saman í lúxusvillu og hafa ekki samband við umheiminn. Fólkið parar sig saman og er markmið þáttanna að standa eftir sem ástfangnasta parið að mati áhorfenda. Vinningsupphæðin er 50 þúsund pund eða um 8 milljónir íslenskra króna.

Íslenskar útgáfur hafa áður verið gerðar af vinsælum erlendum þáttaröðum, má þar nefna Viltu vinna milljón, Idol stjörnuleit og Allir geta dansað. Það er því ekki loku fyrir það skotið að velja hóp af íslenskum ungmennum og koma þeim fyrir í lúxusvillu upp á öræfum í mánuð eða svo og sjá hvað gerist.

Á meðal keppenda sem Útvarp 101 nefnir til sögunnar eru Birgitta Líf Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir kvennamegin og Kristófer Acox karlamegin. Lesa má um fleiri tilvalda þátttakendur í grein Útvarp 101 hér.

https://www.instagram.com/p/BvwLcaPlMKZ/

https://www.instagram.com/p/BydEZ-mgPFC/

https://www.instagram.com/p/BubxyOxAaMu/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi