fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Pókerstjarna lést á voveiflegan hátt

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska pókerstjarnan Lilya Novikova fannst látin á heimili sínu í Moskvu í vikunni. Novikova var aðeins 26 ára en hún hafði vakið mikla athygli fyrir pókermyndbönd sem hún birti á streymisþjónustunni Twitch.

Grunur leikur á að Lilya hafi verið að þurrka á sér hárið með hárþurrku meðan hún lá ofan í baðkari fullu af vatni. Talið er að Lilya hafi fengið raflost með fyrrgreindum afleiðingum.

Foreldrar hennar höfðu reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Það var ekki fyrr en nágranni fór inn í íbúð hennar að lík hennar fannst.

Lilya var þekkt í pókerheiminum á Twitch undir nafninu Liya5. Hennar var minnst á pókersíðunni PokerStrategy.com í vikunni þar sem meðal annars kom fram að andlát hennar væri áfall fyrir pókersamfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru