fbpx
Mánudagur 30.júní 2025
Fókus

„JÓGA ER TÆKI TIL AÐ TÆKLA LÍFIÐ OG ALLT SEM ÞAÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA“

Harpa Rakel Hallgrímsdóttir (29) vill opna jógasetur í Grindavík:

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. apríl 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa Rakel lærði jóga bæði í Reykjavík og í Taílandi og segir jóga eitthvað sem hún hefði átt að læra miklu fyrr. Í fyrrasumar keypti hún lóð í heimabænum, Grindavík, þar sem hún hyggst opna jógasetur og safnar hún fyrir því með söfnun á Karolina Fund.

Jóga

„Það hefur verið draumur minn í nokkur ár að stofna jógasetur í heimabæ mínum, Grindavík,“ segir Harpa Rakel sem er með kennararéttindi í Hatha-jóga sem hún lærði í Taílandi og Kundalini-jóga og Aerial-jóga sem hún lærði í Reykjavík, einnig er hún búin með tvö námskeið í krakkajóga. Hún hefur kennt jóga í Reykjavík og einnig haldið námskeið í Grindavík. Núna dreymir hana um að opna jógasetur í heimabænum, en af hverju ætti fólk ekki bara að stunda jóga í Reykjavík? „Mig langar að kynna fyrir Grindvíkingum og öðrum gestum jógasetursins þann frið sem ég hef sjálf fundið með jóganu í Reykjavík, mig langar að færa hann til heimabæjarins og þeirra sem vilja stunda jóga þar.
Eins og staðan er í dag þá eru engir tímar í boði hér í Grindavík, það er ein kona sem heldur námskeið í jóga,“ segir Harpa Rakel. „Í Prana jógasetri get ég haft meira úrval sem hentar flestum og fjölbreytt námskeið yrðu í boði fyrir fólk á öllum aldri, auk þess sem opið væri alla daga.“

Vinkona Hörpu Rakelar teiknaði upp lógó fyrir Pranajógasetur
FYRSTA LÓGÓ Vinkona Hörpu Rakelar teiknaði upp lógó fyrir Pranajógasetur

Af hverju að leggja stund á jóga?

„Jóga er aðferð sem ég hefði átt að læra þegar ég var lítil,“ segir Harpa Rakel. „Til að læra að stjórna tilfinningum mínum og læra að vera ég sjálf. Það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur öllum og við gleymum að lifa í núinu.“ Hún segir jóga kenna manni innri frið, að læra að vera sáttur við sjálfan sig og að maður hafi ekki alltaf stjórn á öllu. „Lífið er ekki dans á rósum og jóga er tæki til að takast á við lífið og allt sem því fylgir, bæði gott og slæmt.“

Fjárfesti í lóð í fyrrasumar

Í fyrrasumar keypti Harpa Rakel lóð undir setrið, í útjaðri Grindavíkur, þar sem að veitingastaðurinn Kaffi Grindavík var áður. „Þetta er draumalóðin, næstum 4.000 fermetrar og er umkringd yndislegri náttúru.“ En þrátt fyrir að lóðin sé fundin, þá þarf að fjármagna fleira og ákvað Harpa Rakel því að láta reyna á söfnun á Karolina Fund. Söfnunin er opin til 2. maí næstkomandi og má styrkja með hvaða fjárhæð sem er. „Ákveðnum upphæðum fylgir eitthvað með og sem dæmi má nefna þá fylgir 10 tíma kort 15.600 króna styrk,“ segir Harpa Rakel.

Ef þú á heima í Grindavík og vilt aukið framboð af hreyfingu þar þá er tilvalið að fara inn á Karolina fund og styrkja verkefnið. Ef þú á ekki heima í bænum, en vilt styrkja verkefnið og sækja jógatíma í kyrrðina í Grindavík eða einfaldlega styrkja verkefnið þá væri það líka velþegið. „Allir styrkir hjálpa til,“ segir Harpa Rakel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu